Hjúkrunar- og sjúkrasvið HVE Hvammstanga

Á HVE Hvammstanga er 20 rúma legudeild sem skiptist í 18 hjúkrunarrými og 2 sjúkrarými.

Dagvistarrými fyrir eldra fólk úr héraðinu eru rekin í tengslum við legudeildina. Dagvistarrýmin eru 5 talsins. Markmið þjónustunnar er að auðvelda fólki að búa sem lengst á eigin heimili, þrátt fyrir hækkandi aldur og skerta færni. Boðið er upp á samveru og þjónustu í heimilislegu umhverfi.
Innifalið í þjónustunni er hádegisverður og sídegiskaffi. Gestir geta fengið aðstoð við bað og eins er góð aðstaða er til hvíldar. Að öðru leiti taka dagþjónustugestir þátt í þeirri starfsemi sem fyrir er svo sem leikfimi og félagsstarfi.

Fjölbreytt félagsstarf er í boði s.s. föndur, handavinna, söngur, leikfimi, bingó, lestur úr blöðum og spilamennska. Bakstursdagar eru fyrir jólin þar sem bakaðar eru smákökur og skorið út laufabrauð. Einnig eru haldnar ýmsar skemmtanir. Algengt er að kórar og aðrir hópar eða einstaklingar komi og skemmti heimilisfólki.
Bókasafn er til staðar á stofnuninni og einnig hljóðbækur frá blindrabókasafni.
Prestarnir úr Hvammstanga- og Melstaðarsókn hafa vikulegar helgistundir yfir vetrartímann. Einnig eru messur á stórhátíðum